banner

María Helga og Aron Anh bikarmeistarar í Karate

KAI_2016_Bikarmeistarar_Aron_Maria
Laugardaginn 23.apríl fór fram þriðja og síðasta bikarmót vetrarins í karate, mótið var haldið í Dalhúsum Grafarvogi í umsjón Karatedeildar Fjölnis.

Mikil spenna var fyrir mótið um hver yrði bikarmeistari í karla og kvennaflokki, þar sem litlu munaði á efsta fólki eftir tvö fyrstu mótin. Bikarmeistari verður sá einstaklingur sem er stigahæstur eftir 3 mót þar sem stig úr kata og kumite eru lögð saman, 10 stig fást fyrir 1.sæti, 8 stig fyrir 2.sætið og 6 stig fyrir 3.sætið.

Staðan í karlaflokki var mjög jöfn fyrir síðasta mótið. Aron Anh Ky Huyn, ÍR, var með 21 stig, Elías Snorrason, KFR, með 20 stig og Sæmundur Ragnarsson, Þórshamri, einnig með 20 stig.  Eftir þau þrjú mót sem mynduðu bikarmótaröðina þetta árið, stóð Aron Anh uppi sem sigurvegari með 35 stig og er því bikarmeistari karla í karate 2016, en þess má geta að Aron Anh er á sínu fyrsta ári sem keppandi í bikarmótaröðinni enda keppir hann einnig í unglingaflokkum. Í öðru sæti varð Sæmundur með 32 stig og Ólafur Engilbert Árnason, Fylki, í þriðja sæti með 31 stig.

Í kvennaflokki var ekki síðri spenna, enda voru allar okkar bestu karatekonur þátttakendur í mótaröðinni í ár. Fyrir síðasta mótið var María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamri, með 25 stig, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik, með 23 stig og Telma Rut Frímannsdóttir með 19 stig.  Þegar stigin voru talin við lok þriðja mótsins stóð María Helga uppi sem sigurvegari með 39 stig og er því bikarmeistari kvenna í karate 2016. Í öðru sæti varð Svana Katla með 36 stig og í þriðja sæti Telma Rut með 29 stig.

Seinna um daginn fór fram þriðja Bushido bikarmótið sem er mótaröð fyrir 12-17 ára unglinga, þar sem keppt er í kata og kumite, skipt í aldursflokka en aldursflokkar ráðast af aldri keppenda þegar mótaröðin hefst að hausti.  Þau sem stóðu uppi sem sigurvegarar og Bushido bikarmeistarar eru;

Kata 12 ára barna, Daníel Dagur Bogason, Breiðablik
Kata 13 ára táninga, Kamila Buracewska, ÍR
Kata 14 ára táninga, Sigríður Hagalín Pétursdóttir, KFR
Kata 15 ára táninga, Mary Jane  Rafael, ÍR
Kata 16-17 ára unglinga, Aron Anh ky Huyn, ÍR
Kumite drengja 12-13 ára  45 mínus, Omar Mohamed, Þórshamar
Kumite drengja 12-13 ára 45 plús, Máni Hákonarson, Afturelding
Kumite pilta 14-15 ára, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylkir
Kumite pilta 16 og 17 ára, Máni Karl Guðmundsson, Fylkir
Kumite telpna 12 og 13 ára, Lóa Björg Finnsdóttir, Fylkir
Kumite stúlkna 14 og 15 ára, Iveta Ivanova, Fylkir
Kumite stúlkna 16 og 17 ára, Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylkir

Á meðfylgjandi mynd má sjá bikarmeistarana, Aron Anh og Maríu Helgu.

KAI_2016_Bushido_bikarmeistarar

Á seinni myndinni má sjá sigurvegara úr Bushidomótaröðinni, frá vinstri: Kamila, Máni, Lóa Björg, Iveta, Sigríður, Aron Anh, Máni Karl, Mary Jane, Ágúst Heiðar, Omar, Katrín Ingunn og Daníel Dagur.

Hér má svo sjá úrslit dagsins og heildarúrslit á Bushido mótaröðinni:
Bikarmot_2015_2016_mot_no3_urslit
Bushitomot_2015_2016_no3_urslit
Bushitomot_2015_2016_urslit_lokastada

About Helgi Jóhannesson