banner

Fjórir keppendur á Opið Tékkneskt mót

KAI_2016_TekklandLaugardaginn 14.maí fer fram Opið Tékkneskt bikarmót „Czezch Karate Open Cup“ í borginni Ústí nad Labem í Tékklandi. Fjórir íslenskir landsliðsmenn í karate munu keppa á mótinu, þetta eru Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson og Iveta Ivanova sem keppa í kumite cadet hópi (14-15 ára), María Helga Guðmundsdóttir og Telma Rut Frímannsdóttir keppa í fullorðins, báðar keppa þær í kumite auk þess sem María Helga keppir í kata.  Með þeim í för er Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari í kumite.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn, frá vinstri Ingólfur, María Helga, Iveta, Telma Rut og Ágúst Heiðar.

About Helgi Jóhannesson