banner

Níu landsliðsmenn á Banzai-Cup í Þýskalandi

kai_2016_banzaicupLaugardaginn 17.september næstkomandi fer fram sterkt þýskt mót, Banzai-Cup, í Berlín Þýskalandi. Þetta er fyrsta verkefni landsliðsins í Karate á þessum vetri og munu níu landsliðsmenn keppa að þessu sinni.  Mótið er mjög stórt, yfir 1000 keppendur skráðir frá 34 löndum og þar af fjöldi landsliðsmanna sem eru að nota mótið sem undirbúning fyrir Heimsmeistaramótið í Karate sem fer fram í Linz Austurríki 25-30.október. Þeir sem keppa í Þýskalandi eru Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylkir, Aron Breki Heiðarsson, Breiðablik, Elías Snorrason, KFR, Iveta Ivanova, Fylkir, María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar, Máni Karl Guðmundsson, Fylkir, Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik, og Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding. Með þeim í för er Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari í kumite, og Reinharð Reinharðsson, Formaður KAÍ, sem mun dæma á mótinu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn, frá vinstri Reinharð, Máni Karl, Iveta, Elías, Svana Katla, Ólafur Engilbert, María Helga, Ágúst Heiðar, Telma Rut, Aron Breki og Ingólfur.

About Helgi Jóhannesson