banner

Fyrsta bikar og bushidomót vetrarins

Karatesamband_Islands_logo_webFyrsta bikar og bushidomót vetrarins fer fram um næstu helgi og verða þau haldin í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í umsjón Karatefélags Vestmannaeyjar.  Bikarmótið verður laugardaginn 1.október og hefst kl.17:00, mæting eigi síðar en kl.16:30, mótslok eru áætluð um kl.19:00. Bushidomótið verður svo sunnudaginn 2.október og hefst kl. 09:00, mæting eigi síðar en 08:30.

Þetta er í fyrsta sinn sem KAÍ heldur karatemót í Vestmannaeyjum og eru um 25 keppendur skráðir á bikarmótið og um 80 keppendur skráðir til leiks á bushidomótið.  Karatefélag Vestmannaeyjar hefur séð um að skipuleggja mótið og útvega öllum keppendum, liðsstjórum, dómurum og starfsfólki gistingu alls um 120 manns.

About Helgi Jóhannesson