banner

Karatefólk á leið á enskt mót

kai_2016_central_englandSunnudaginn 9.október næstkomandi fer hluti af landsliðshópi Íslands í karate á mót í Englandi, Central England International Open, sem fer fram í Worcester. Þessi ferð er hluti af undirbúningi liðsins fyrir Heimsmeistaramótið í karate sem fer fram í Linz Austurríki 25-30.október.

 

Landsliðshópurinn okkar að þessu sinni er skipaður eftirfarandi einstaklingum;
Arna Katrín Kristinsdóttir. Breiðablik, kumite 16-17 ára
Elías Snorrason, KFR, Kata karla
Embla Kjartansdóttir, Fylki, kumite 14-15 ára
Iveta Ivanova, Fylki, kumite 14-15 ára
Ólafur Engilbert Árnason, Fylki, Kumite karla -75kg
Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding, kumite kvenna -61kg

Með hópnum fer Ingólfur Snorrason landsliðsþjálfari í kumite.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn, frá vinstri Iveta, Embla, Arna, Telma, Elías, Ólafur og Ingólfur.

About Helgi Jóhannesson