banner

Fylki með yfirburði á ÍM unglinga í kumite

kai_2016_im_kumite_unglingaÍ dag fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kumite Í Fylkissetrinu, Norðlingarholti, í umsjón Karatedeildar Fylkis. Karatedeild Fylkis átti mjög góðan dag á unglingamótinu eins og undanfarin ár og stóð uppi sem sigurvegari 10 árið í röð og er því Íslandsmeistari félaga í kumite unglinga.  Góð þátttaka var á mótinu, um 60 keppendur frá 9 félögum frá aldrinum 12-17 ára.

Margar mjög snarpar viðureignir sáust í dag og hápunkturinn var í úrslitum 14-15 ára stúlkna þar sem landsliðsstúlkurnar Embla Kjartansdóttir og Iveta Ivanova, báðar úr Fylki, áttust við. Einnig var mjög kröftug og snörp viðureign í 16-17 ára flokki pilta +68kg þar sem Drengur Arnar Kristjánsson úr Fjölni og Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson úr Fylki áttust við, þeim bardaga lauk reyndar með meiðslum hjá Ágústi.

Þegar heildarstigin voru talin saman, þá stóð karatedeild Fylkis uppi sem sigurvegari með 26 stig, Fjölnir urðu í 2.sæti með 11stig, Breiðablik og Þórshamar í 3-4.sæti með 10.stig, önnur félög með færri stig. Mótsstjóri var María Baldursdóttir og yfirdómari var Helgi Jóhannesson.

Íslandsmeistarar í dag urðu;
Kumite drengja 12 ára -37kg, Bjarni Hrafnkelsson, Breiðablik
Kumite drengja 12 ára +37kg, Arnór Ísfeld Snæbjörnsson, Fylkir
Kumite drengja 13 ára -45kg, Gabríel Andri Guðmundsson, Fylkir
Kumite drengja 13 ára +45kg, Samuel Josh Ramos, Fylkir
Kumite pilta 14 og 15 ára -63kg, Aron Bjarkason, Þórshamar
Kumite pilta 14 og 15 ára +63kg, Þórður Jökull Henryson, Afturelding
Kumite pilta 16-17 ára -68kg, Aron Anh Ky Huynh, ÍR
Kumite pilta 16-17 ára +68kg, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylkir
Kumite telpna 12 ára, Sunna Rut Guðlaugardóttir, Fjölnir
Kumite stúlkna 14-15 ára, Iveta Ivanova, Fylkir
Kumite stúlkna 16-17 ára, Hekla Halldórsdóttir, Fylkir

Á meðfylgjandi mynd má sjá Íslandsmeistarana frá því í dag, efri röð frá vinstri;  Gabríel, Bjarni, Arnór og Sunna. Neðri röð frá vinstri; Hekla, Aron, Iveta, Samuel, Þórður og Aron. Á myndina vantar Ágúst.

Hér má svo sjá öll úrslit dagsins: urslit_imu_kumite_2016

About Helgi Jóhannesson