Nýir dómarar í kumite 2016
Karatesambandið stóð fyrir dómaranámskeiði í kumite föstudaginn 21.október síðastliðinn í Ráðstefnusal-D, ÍSÍ, Laugardal. Helgi Jóhannesson, EKF Referee, sá um námskeiðið sem var í formi fyrirlesturs og í framhaldi af honum var haldið skriflegt próf fyrir þá sem það kjósa. Farið var yfir keppnisreglur WKF útgáfu 9.0.
Góð þátttaka var á námskeiðinu, um 15 manns frá 5 karatefélögum mættu, og vill Karatesambandið koma á framfæri þakklæti fyrir góð viðbrögð við óskum um betri þátttöku í starfi sambandsins.
Á laugardeginum, 22.október, á meðan Íslandsmeistaramóti unglinga fór fram, var haldið verklegt próf. Til að ná prófi og fá Judge-B réttindi í kumite, þarf að standast bæði skriflegan og verklegan hluta prófsins. Metfjöldi dómaraefna var í skriflega og verklega hlutanum og er það mjög jákvæð þróun.
Nýir dómarar í kumite eru;
Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik, Kumite Judge-B
Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik, Kumite Judge-B
Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding, Kumite Judge-B
Þeir sem fengu uppfærð réttindi í kumite:
Ragnar Eyþórsson, Breiðablik, Kumite Referee-B
Arnar Freyr Nikulásson, Breiðablik, Kumite Judge-A
Elías Snorrason, KFR, Kumite Judge-A
Við óskum þeim til hamingju með áfangann.