banner

Aron Anh með silfur

Laugardaginn 25. febrúar fór fram Swedish Kata Trophy, sterkt alþjóðlegt mót í kata, í Stokkhólmi. Fjórir keppendur frá Íslandi tóku þátt í mótinu. Þau Elías Snorrason, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir og Aron Anh Ky Huynh. Elías og Svana kepptu í fullorðinsflokki og áttu í höggi við sænska landsliðsmenn í fyrstu viðureign. Þau náðu ekki að vinna til verðlauna. Arna og Aron kepptu bæði í flokki fullorðinna og flokki 16-17 ára og fóru leikar svo að Aron Anh vann til silfurverðlauna í flokki 16-17 ára drengja.


Á myndinni má sjá Aron Anh með bikarinn fyrir annað sæti.

About Reinhard Reinhardsson