banner

Aron Anh og Svana Katla Íslandsmeistarar í kata

Laugardaginn 4.mars, fór fram Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata.  Mótið var haldið í Íþróttahúsi Menntavísindasviðs HÍ, í umsjón karatefélagsins Þórshamars.  Góð mæting var á mótinu, um 23 keppendur auk 8 hópkataliða, 5 í kvennaflokki og 3 í karlaflokki, voru skráð til leiks, þar af allt landsliðsfólkið okkar í kata. Elía Snorrason, margfaldur Íslandsmeistari í kata, varð af mótinu vegna veikinda, svo ljóst var að nýr Íslandsmeistari karla yrði krýndur.

Í kata karla mættust í úrslitum, þeir Aron Anh Ky Huynh úr ÍR og Aron Bjarkason úr Þórshamri. Báðir höfðu sýnt frábærar kata í undankeppninni og unnið alla sína andstæðinga svo ljóst var að það stefndi í spennandi og harða keppni á milli þeirra. Svo fór að Aron Anh sigraði Aron Bjarkason og er því Íslandsmeistari karla í kata. Hópkatalið Þórshamar var mætt til að verja titil sinn síðan í fyrra og unnu þeir Bogi Benediktsson, Sæmundur Ragnarsson og Aron Bjarkason félaga sína í Þórshamri í úrslitum.

Í kvennaflokki var spennan ekki síðri þar sem allar landsliðskonur okkar voru mættar sem og unglingalandsliðið sem var komið með keppnisrétt á mótinu.  Í úrslitum áttust við sömu landsliðskonurnar og síðustu 3 ár þær Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir, báðar úr Breiðablik. Þær stöllur hafa reyndar ást við í mörg ár, allt frá unglingsárum.  Stóð Svana Katla uppi sem sigurvegari þriðja árið í röð. Lið Þórshamars A, skipað þeim Diljá, Eddu og Maríu unnu hópkata kvenna og stöðvuðu þar með fimm ára sigurgöngu hópkataliðs Breiðabliks í kvennaflokki.

Þegar öll stigin voru tekin saman stóð karatefélagið Þórshamar uppi sem sigurvegari með 22 stig og er því Íslandsmeistari félaga í kata fullorðinna.  Mótsstjóri var María Jensen og yfirdómari Helgi Jóhannesson.

Næstu verkefni landsliðsfólks okkar í kata er Norðurlandameistaramótið sem haldið verður í Tallinn, Eistlandi, 8.apríl næstkomandi.


Á myndinni eru Svana Katla og Aron Anh Íslandsmeistarar í kata 2017.

Úrslit dagsins

Kata Karlar
1. Aron Anh Ky Huynh ÍR
2. Aron Bjarkason Þórshamar
3. Bogi Benediktsson Þórshamar
3. Arnar Júlíusson KFV

Kata konur
1. Svana Katla Þorsteinsdóttir Breiðablik
2. Kristín Magnúsdóttir Breiðablik
3. Arna Katrín Kristinsdóttir Breiðablik
3. María Helga Guðmundsdóttir Þórshamar

HÓPKATA
Hópkata karla
1. Þórshamar A Aron, Bogi, Sæmundur Þórshamar
2. Þórshamar B Eiríkur, Kári, Óttar Þórshamar
3. Breiðablik A Gunnar, Ólafur og Ögmundur Breiðablik

Hópkata kvenna
1. Þórshamar A Diljá, Edda, María Þórshamar
2. Breiðablik A Arna, Laufey, Svana Breiðablik
3. Breiðablik B Guðbjörg, Hera og Móey Breiðablik
3. Þórshamar B Azia, Jóna, Ólöf Þórshamar

Heildarstig félaga
1. Þórshamar, 22 stig
2. Breiðablik, 14 stig
3. ÍR, 3 stig
4. KFV. 1 stig.

Verðlaunahafar í kata karla.
Verðlaunahafar í kata kvenna.
Verðlaunahafar í hópkata karla.
Verðlaunahafar í hópkata kvenna.

About Reinhard Reinhardsson