banner

Æfingabúðir í kata með Karin Hägglund

Dagana 26. – 28. maí fóru fram æfingabúðir í kata með Sensei Karin Hägglund, frá Svíþjóð.
Hún er margfaldur Norðurlandameistari í kata og hefur nú síðast unnið með sænska katalandsliðinu.

Góð þátttaka var í æfingunum en um 30 keppendur tóku þátt yfir helgina.
Er mikill fengur að fá hana til að aðstoða landsliðskeppendur í kata og aðra efnilega keppendur.

Karatesambandið vill þakka Karatefélagi Reykjavíkur og Karatefélaginu Þórshamri fyrir að lána æfingaaðstöðu sína fyrir æfingabúðirnar.

Í lok sunnudagsæfingar í Þórshamri.

About Reinhard Reinhardsson