banner

Karate á smáþjóðaleikunum 2021

Samtök ríkja sem standa að smáþjóðaleikunum samþykktu á fundi sínum 29. maí að keppt yrði í karate á leikunum þegar þeir verða haldnir í Andorra sumarið 2021. Tillaga um að keppt yrði í kata og 5 flokkum í kumite í bæði kvenna og karlaflokkum var samþykkt. Því verður keppt í 12 flokkum seniora og getur 1 keppandi frá hverju landi verið skráður í flokk. Flestir geta keppendur því orðið 108 á leikunum.

Rétt er að þakka formanni SSEKF, Andreas Vasileiou, frá Kýpur, fyrir alla undirbúningsvinnuna og forseta alþjóða karatesambandsins, Antonio Espinos, fyrir stuðning hans við tillöguna. Þeir tveir hafa farið á fundi, kynnt tillöguna og aflað henni stuðnings síðasta árið.

About Reinhard Reinhardsson