Karate 1 Youth League
Iveta og Ingólfur í upphafi mótsins
Karate 1 Youth League fór fram um helgina í Sofiu, Búlgaríu. Það er ljóst að bestu liðin fjölmenna á þessi mót; metþátttaka, nærri 2.000 keppendur og mikið álag á skipuleggjendum.
Iveta keppti í Junior, -53 kg flokki og fékk ítalskan keppanda, Katarina Santoni, í fyrstu lotu. Þann bardaga vann hún 2-0 og í annari umferð var stigið í djúpu laugina er Iveta keppti við Aya Sabbar frá Marocco. Sú hafði sigrað Leila Borjali frá Íran og því feiknasterk. Iveta og Aya skildu jafnar, 0-0, og því var farið í dómaraúrskurð þar sem Aya fékk 3 stig og Iveta 2 stig.
Sú maróska fór því áfram, sigraði Daria Khodova frá Rússlandi en tapaði síðan fyrir Ruri Fujita frá Japan í undanúrslitum.
Riðillinn var mjög sterkur og enduðu flestar viðureignir með litlum mun.
Þetta var mikilvæg reynsla, sérstaklega í ljósi þess að á þessu móti fæst tækifæri til að reyna sig við landsliðsfólk úr stærstu landsliðum í heimi.
Keppendur í Junior flokki virðast einnig æfa mjög mikið, sér í lagi vegna þess að flokkurinn er sá flokkur sem fær að taka þátt í Junior Olympics í Argentínu í haust.