Aukinn fjöldi á Smáþjóðamótið 2018
Stjórn Karatesambandsins samþykkti tillögu frá landsliðsþjálfurum um að fjölga keppendum á Smáþjóðaleikunum í ár en mótið fer fram í San Marino 28. – 30. september 2018. Í fyrra voru 12 keppendur frá Íslandi. Keppt er í einstaklings- og liðakeppni í kata og kumite. Hægt er að skrá allt að 4 keppendur frá hverju landi í hvern keppnisflokk.
Karatesambandið óskar eftir tilnefningum um unga og efnilega keppendur 12 til 15 ára sem þjálfarar félagana telja að eigi erindi á leikana. Þetta á bæði við um keppendur í kata og kumite. Miðað er við fæðingardag en ekki fæðingarár. Þurfa þau því að eiga afmæli fyrir 28. september til að skrást í viðeigandi árgang.
Komandi landsliðsverkefni er unnið í samstarfi við landsliðsþjálfara. Þjálfarar félagana þurfa að senda inn nöfn þeirra keppenda sem til greina koma. Val fyrir komandi ferð er og verður unnið með þjálfurum félaganna og landsliðsþjálfurum. Landsliðsþjálfarar hafa síðasta orðið við skráningu keppenda á mótið ef of margir eru í flokki.
Áætlaður kostnaður er um 100-120.000 kr á hvern keppenda. KAÍ mun styrkja unga og efnilega keppendur um ca. 25.000 kr.
Það ætti líka að vera hægt að sækja um styrki til Íþróttabandalaga og héraðsambanda vegna þátttöku á mótinu.
Næstu æfingar í kata verða laugardaginn 7. júlí og laugardaginn 11. ágúst fyrir keppendur 12 – 15 ára sem skráðir eru í verkefnið.
Æfingarnar verða í æfingaaðstöðu KFR, Laugardalslaug, kl. 10.30 – 12.00 báða dagana. Æfingarnar verða undir stjórn Elíasar Snorrasonar og Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur, en þau eru bæði Íslandsmeistarar í kata og landsliðsfólk.
Æfngar í kumite verðar auglýstar á Facebookhópinum “Karate á Íslandi”.
Smáþjóðamót 2018 keppendur – skilablað
Skilablaðið sendist útfyllt á netfangið landslidsnefnd@gmail.com.