banner

Undirbúningur fyrir Smáþjóðamótið

Laugardaginn 15. september fékk Karatesambandið Önnu Sigríði Ólafsdóttir, Prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, til að halda fyrirlestur um næringu ungs keppnisfólks. Fyrirlesturinn var haldinn fyrir þá fjölmörgu keppendur sem eru á leið á Smáþjóðamótið í karate í San Marínó í lok september. Kom margt áhugavert fram hjá Önnu Sigríði og er vonandi að það nýtist sem flestum í framhaldinu.

Sunnudaginn 16. september kom Sigurður Ragnar Eyjólfsson, íþróttasálfræðingur, og hélt fyrirlestur um hvað þarf til að ná árangri í íþróttum. Var fyrirlesturinn góður og fékk Sigurður áheyrendur í lið méð sér. Kom hann með tillögur að markmiðasetningu fyrir þá sem vilja skara framúr í íþróttum. Var fyrirlestrinum vel tekið að öllum.

Eftir fyrirlestur Sigurðar var almennur fundur með keppendum og aðstandendum þeirra þar sem farið var yfir ferðatilhögun við landsliðsferðina á Smáþjóðamótið. Dreift var bolum merktum Íslandi og landsliðsmerkjum til keppenda.

Á undan og eftir fyrirlestrana voru æfingar í kata og kumite hjá landsliðsþjálfurunum. Voru um 30 manns á hvorri æfingu báða dagana.

About Reinhard Reinhardsson