banner

Æfingahelgin 19. – 21. október

Helgina 19.-21. október voru haldnar æfingar fyrir unga og efnilega keppendur í kumite og kata á vegum Karatesambandsins.
Föstudaginn 19. og laugardaginn 20. október hélt landsliðsþjálfarinn í kumite, Ingólfur Snorrason, æfingar fyrir hóp iðkenda sem hann taldi eiga erindi í framtíðar landslið íslands í kumite. Góð mæting var á æfingarnar og tókust þær vel.

Laugardaginn 20. október var æfinga fyrir unga og efnilega keppendur í kata undir stjórn Karin Häggland og Helga Jóhannessonar, landsliðsþjálfara í kata og tókust þær einnig vel. Er framtíðin björt fyrir framtíð karate á Íslandi.

Þau voru einnig með æfingar fyrir landsliðið í kata um helgina og var það undirbúningur fyrir mæstu verkefni þess, HM í Madríd, Spáni, í byrjun nóvember og NM í Tampere, Finnlandi í lok nóvember.

About Reinhard Reinhardsson