banner

Tveir ís­lensk­ir kepp­end­ur á EM

Ísland á tvo kepp­end­ur á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í kara­te sem fram fer í Gua­dalajara á Spáni, en þau Iveta Ivanova og Ólaf­ur Engil­bert Árna­son keppa í sín­um flokk­um fimmtudaginn 28 mars.

Iveta Ivanova kepp­ir þar í fyrsta sinn á stór­móti full­orðinna, en Iveta er nýorðin 18 ára og kepp­ir í -55 kg flokki. Kepp­end­ur frá Úkraínu, Ítal­íu, Tyrklandi og Þýskalandi hafa verið sig­ur­strang­leg­ir und­an­far­in ár í flokkn­um en und­ir­bún­ing­ur hef­ur staðið yfir í all­nokkr­ar vik­ur og er ljóst að sam­keppn­in verður mjög hörð.

Ólaf­ur Engil­bert kepp­ir í -75 kg flokki en Ólaf­ur býr í Dan­mörku og æfir í Ála­borg.

Ingólf­ur Snorra­son, landsliðsþjálf­ari, fylg­ir þeim Ólafi og Ivetu og einnig er Rein­h­ard Rein­h­ards­son, formaður KAÍ, með í för.

Uppfært.

Óli fékk Pavel Artamonov, Eistlandi, í fyrstu umferð en Pavel er Norðurlandameistari síðustu tvö ár í -75 kg flokki.
Engin stig voru skoruð í bardaganum en Óli náði Pavel niður er um 10 sekúndur voru eftir og var nærri því að skora á hann. Pavel hafði þó sigur, 4-1, í dómaraúrskurði.
Pavel tapaði síðan 3-0 fyrir Joe Kellaway, Englandi, og því uppreisn úr sögunni fyrir Óla. Rafael Aghayev og Luigi Busa keppa til úrslita í flokknum.
Iveta keppti við Ivet Goronova, Búlgaríu, í fyrstu umferð og eftir jafnan bardaga tapaði Iveta 1-0 en var á eftir Goronova síðustu mínútuna. Goronova tapaði síðan fyrir Tuba Yakan, Tyrklandi, 5-0, en Iveta tapaði naumlega fyrir Yakan í Salzburg á dögunum.
Yakan fór síðan í úrslit, keppir þar við Jennifer Warling frá Luxembourg og Ivet Goronova keppir um þriðja sætið við Anzhelika Terliuka frá úkraínu.

About Reinhard Reinhardsson