Karatekona og karatemaður ársins 2019
Stjórn Karatesambands Íslands hefur útnefnt eftirfarandi karatekonu og karatemann ársins 2019.
Karatekona ársins 2019.
Freyja Stígsdóttir, Karatefélagið Þórshamar.
Freyja hefur verið sigursæl karatekona síðusta ár í sínum aldursflokki. Hún keppir í kata og kumite og hefur náð frábærum árangri á árinu. Hún varð í öðru sæti á NM 2019 í sínum flokki auk þess að verða Bikarmeistari kvenna eftir að hafa sigrað á þremur Bikarmótum á árinu. Hún hefur verið í verðlaunasætum erlendis sem og innanlands síðstu ár.
Norðurlandameistaramót 2019, Silfur í junior kvenna
Evrópumeistaramót Junior/U21, 15.sæti í junior kvenna
Smáþjóðamót 2019, Brons í junior kvenna
Smáþjóðamót 2019, Silfur í Team Senior
Gladsaxe Open, Gull í junior kvenna
Gladsaxe Open, Brons í senior kvenna
Gautaborg Open, Silfur í junior kvenna
Swedish Kata Trophy, Brons í junior kvenna
Ishoj Karate Cup, silfur í junior kvenna
RIG 2019, Gull í junior kvenna
RIG 2019, silfur í senior kvenna
Bikarmeistari kvenna 2019
Íslandsmeistari í hópkata kvenna
GrandPrixmeistari Kata 16-17 ára stúlkna
Íslandsmeistari Kata 16-17 ára stúlkna
Íslandsmeistari í Kumite stúlkna 16-17 ára
Íslandsmeistaramót, silfur í kata kvenna
Íslandsmeistaramót, brons í kumite -61 kg
Hún er því verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar
Karatemaður ársins 2019.
Aron Anh Ky Huynh, Karatedeild ÍR
Aron Anh er efnilegur karatemaður sem hefur verið vaxandi í keppni undanfarin ár og hefur einbeitt sér að keppni í kata. Aron Anh hefur verið í verðlaunasætum á fullorðinsmótum í kata innanlands sem utan.
Norðurlandameistaramót 2019, 5. sæti í kata karla
Evrópumeistaramót Junior/U21, 11. sæti í kata karla U21
Smáþjóðamót 2019, Brons í Senior Karla
Helsinki Open, Silfur í Kata Senior karla
Helsinki Open, Silfur í kata U21 karla
Swedish Kata Trophy, Brons í Kata Senior Karla
RIG 2019, Gull í Kata Senior
Íslandsmeistaramót fullorðinna, silfur í kata karla
Bikarmót KAÍ, 2. sæti
Hann er því verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.