banner

Karatekona og karatemaður ársins 2019

Stjórn Karatesambands Íslands hefur útnefnt eftirfarandi karatekonu og karatemann ársins 2019.

Karatekona ársins 2019.

Freyja Stígsdóttir, Karatefélagið Þórshamar.

Freyja hefur verið sigursæl karatekona síðusta ár í sínum aldursflokki. Hún keppir í kata og kumite og hefur náð frábærum árangri á árinu. Hún varð í öðru sæti á NM 2019 í sínum flokki auk þess að verða Bikarmeistari kvenna eftir að hafa sigrað á þremur Bikarmótum á árinu. Hún hefur verið í verðlaunasætum erlendis sem og innanlands síðstu ár.

Norðurlandameistaramót 2019, Silfur í junior kvenna
Evrópumeistaramót Junior/U21, 15.sæti í junior kvenna
Smáþjóðamót 2019, Brons í junior kvenna
Smáþjóðamót 2019, Silfur í Team Senior
Gladsaxe Open, Gull í junior kvenna
Gladsaxe Open, Brons í senior kvenna
Gautaborg Open, Silfur í junior kvenna
Swedish Kata Trophy, Brons í junior kvenna
Ishoj Karate Cup, silfur í junior kvenna
RIG 2019, Gull í junior kvenna
RIG 2019, silfur í senior kvenna
Bikarmeistari kvenna 2019
Íslandsmeistari í hópkata kvenna
GrandPrixmeistari Kata 16-17 ára stúlkna
Íslandsmeistari Kata 16-17 ára stúlkna
Íslandsmeistari í Kumite stúlkna 16-17 ára
Íslandsmeistaramót, silfur í kata kvenna
Íslandsmeistaramót, brons í kumite -61 kg

Hún er því verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar

Karatemaður ársins 2019.

Aron Anh Ky Huynh, Karatedeild ÍR

Aron Anh er efnilegur karatemaður sem hefur verið vaxandi í keppni undanfarin ár og hefur einbeitt sér að keppni í kata. Aron Anh hefur verið í verðlaunasætum á fullorðinsmótum í kata innanlands sem utan.

Norðurlandameistaramót 2019, 5. sæti í kata karla
Evrópumeistaramót Junior/U21, 11. sæti í kata karla U21
Smáþjóðamót 2019, Brons í Senior Karla
Helsinki Open, Silfur í Kata Senior karla
Helsinki Open, Silfur í kata U21 karla
Swedish Kata Trophy, Brons í Kata Senior Karla
RIG 2019, Gull í Kata Senior
Íslandsmeistaramót fullorðinna, silfur í kata karla
Bikarmót KAÍ, 2. sæti

Hann er því verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.

About Reinhard Reinhardsson