Fjögur sem keppa í Þýskalandi
Viktoría, Iveta, Hugi og Samuel
Fjögur ungmenni úr karatelandsliði Íslands keppa á alþjóðlegu móti, Rhein Shiai, í Nurburgring í Þýskalandi um helgina.
Þetta er árlegt mót og keppendur ríflega eitt þúsund. Margt ungt og upprennandi keppnisfólk í Evrópu mætir á mótið enda styttist í Evrópumeistaramót ungmenna í Ungverjalandi í febrúar og undirbúningur því í hámarki um þessar mundir.
Keppendur Íslands eru Hugi Halldórsson, Samuel Josh Ramos, Viktoría Ingólfsdóttir og Iveta Ivanova, en sú síðastnefnda sigraði á mótinu í fyrra.
Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari í kumite fylgir hópnum.