banner

Fjög­ur sem keppa í Þýskalandi

Viktoría, Iveta, Hugi og Samuel

Fjög­ur ung­menni úr kara­te­landsliði Íslands keppa á alþjóðlegu móti, Rhein Shiai, í Nur­burgring í Þýskalandi um helg­ina.

Þetta er ár­legt mót og kepp­end­ur ríf­lega eitt þúsund. Margt ungt og upp­renn­andi keppn­is­fólk í Evr­ópu mæt­ir á mótið enda stytt­ist í Evr­ópu­meist­ara­mót ung­menna í Ung­verjalandi í fe­brú­ar og und­ir­bún­ing­ur því í há­marki um þess­ar mund­ir.

Kepp­end­ur Íslands eru Hugi Hall­dórs­son, Samu­el Josh Ramos, Vikt­oría Ing­ólfs­dótt­ir og Iveta Ivanova, en sú síðast­nefnda sigraði á mót­inu í fyrra.

Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari í kumite fylgir hópnum.

About Reinhard Reinhardsson