Góður árangur á Ishöj Karate Open
Góður árangur náðist á 9. Ishöj karate Open Cup sem var haldið í Danmörku 21. – 23. febrúar.
12 keppendur frá Íslandi voru skráðir til keppni en vegna seinkunar á flugi Icelandair til Kaupmannahafnar hættu 3 þeirra við ferðina þar sem keppni í þeirra flokkum fór fram strax á föstudeginum. Einnig tóku keppendur frá Karatefélagi Reykjavíkur og Karatefélagi Akureyrar þátt í mótinu.
Góður árangur náðist bæði laugardag og sunnudag.
Hugi Halldórsson, gull í kumite male cadet -70 kg og silfur í kumite cadet open.
Nökkvi Benediktsson, silfur í kumite U14 +50 kg.
Björn Breki Halldórsson, KFR, brons í kumite male U14 -50 kg.
Brons í kumite male team U14, Björn Breki Halldórsson, Nökkvi Benediktsson og Davið Steinn Einarsson.
Björn, Nökkvi og Davíð lengst til hægri.
Með í ferðinni voru Ingólfur Snorrason, landsliðsþjálfari og Halldór Stefánsson, aðstoðar-landsliðsþjálfari.
Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ, dæmdi á mótinu.