Tveir nýir keppendur í landsliðinu í kata
Helgi Jóhannesson, landsliðsþjálfari í kata, hefur tilkynnt landslið sitt fyrir vor 2021.
Í landsliðinu eru, í stafrófsröð:
Eydís Magnea Friðriksdóttir, Fjölnir
Freyja Stígsdóttir, Þórshamar
Hugi Halldórsson, KFR
Nökkvi Benediktsson, KFR
Oddný Þórarinsdóttir, Afturelding
Tómas Pálmar Tómasson, Breiðablik
Una Borg Garðarsdóttir, KFR
Þórður Jökull Henrysson, Afturelding
Nökkvi Benediktsson og Una Borg Garðasdóttir eru nýliðar í A-landsliðinu, en þau hafa verið í unglingalandsliðinu að undanförnu.
Landsliðsmaðurinn Aron Anh Huynh hefur óskað eftir að hætta í landsliðinu af persónulegum ástæðum, landsliðsþjálfari varð við þeirri ósk og þakkar honum þann tíma sem hann var með liðinu.