banner

Daði með brons á Adidas USA Open

Unglingalandsliðið í kata og hluti A-landsliðsins tók þátt í alþjóðlegu rafrænu katamóti, Adidas USA Open Cup, helgina 9.–10. janúar síðastliðinn.


Bestum árangri náði unglingalandsliðsmaðurinn Daði Logason úr KFR, sem vann brons í flokki U14 ára. Fimmtán keppendur voru í flokknum. Daði komst áfram í undanúrslit eftir sigur á keppendum frá Úkraínu og Indlandi. Í undanúrslitum mætti hann sigurvegara flokksins, Tom Klemz frá Englandi, og mátti gera sér bronsið að góðu.


Einnig náði Freyja Stígsdóttir, landsliðskona úr Þórshamri, bronsi í flokki U21 árs kvenna. Freyja mætti silfurverðlaunahafanum, Leu Gomolka frá Þýskalandi, í undanúrslitum og tapaði naumlega fyrir henni.

Þjálfari íslenska liðsins á mótinu var María Helga Guðmundsdóttir, aðstoðarlandsliðsþjálfari í kata.

Keppendur á USA Adidas Open Cup.
Aftari röð: Þórður, Kristrún, Ronja, Nökkvi, Björn, Úlfur, Hugi
Fremri röð: Freyja, Embla, Daði, Una, Dunja, Eydís

Aðrir keppendur og úrslit urðu sem hér segir:

5.-8. sæti:
Úlfur Kári Ásgeirsson, U14 pilta
Dunja Dagný Minic, U14 stúlkna
Ronja Halldórsdóttir, U18 stúlkna


9.-16. sæti:
Embla Rebekka Halldórsdóttir, U14 stúlkna
Eydís Magnea Friðriksdóttir, U16 stúlkna
María Bergland Traustadóttir, U16 stúlkna
Una Borg Garðarsdóttir, U16 stúlkna
Nökkvi Benediktsson, U16 pilta
Björn Breki Halldórsson, U16 pilta
Hugi Halldórsson, U16 pilta
Kristrún Bára Guðjónsdóttir, U18 stúlkna
Þórður Jökull Henrysson, U21 pilta

About María Helga Guðmundsdóttir