banner

Mikið líf í karate á RIG21

59 þátttakendur frá 10 félögum öttu kappi í karate í Fylkisseli á RIG leikunum sunnudag 31. janúar. Þetta árið var þátttaka einskorðuð við íslenska keppendur vegna Covid en það mátti varla á sjá þar sem keppni var mjög lífleg og margar viðureignir í járnum. Allt helsta landsliðsfólk tók þátt en keppt var í unglingaflokkum, sem og fullorðinsflokkum.

Karatefélag Reykjavíkur með flest verðlaun.
Það var Karatefélag Reykjavíkur sem stóð uppi sem samanlagður sigurvegari RIG í ár með sjö gull, þrjú silfur og níu brons og þar var Ronja Halldórsdóttir atkvæðamest fyrir Karatefélagið með tvö gull, eitt silfur og eitt brons. Næst á eftir Karatefélaginu kom Fylkir með fjögur gull, sjö silfur og tvö brons, og í þriðja sæti kom Karatefélag Akureyrar með þrjú gull, eitt silfur og eitt brons.

Eydís Magnea og Tómas valin sigurvegarar mótsins.
Eydís Magnea Friðriksdóttir, Fjölni, og Tómas Pálmar Tómasson, Breiðablik, voru valin keppendur RIG leikanna, en þau enduðu bæði með tvö gull hvort, í kata Junior og Kata Senior.

Mótsstjóri var María Jenssen og yfirdómari á mótinu Pétur Freyr Ragnarsson.

Heildarúrslit RIG21

Eydís, Tómas, Samuel, Ronja og Elías

Ronja Halldórsdóttir sigraði í kumite kvenna

Eydís Magnea og Tómas Pálmar

About Reinhard Reinhardsson