banner

Öll mót frá 2020 felld niður.

Stjórn KAÍ hefur ákveðið að fella niður öll mót frá 2020 sem ekki tókst að halda síðast ár vegna samkomutakmarkana stjórnvalda.
Aldur keppenda, allir ári eldri, og erfiðleikar við að útvega íþróttahús undir mótin vegur þar þyngst.

Þess í stað verður byrjað á mótum í mótaröð þessa árs.

Næsta staðfesta mót ársins er “1. Bikarmót KAÍ 2021” sem verður haldið laugardaginn 27. febrúar næstkomandi í Fylkisselinu, Norðlingaholti. Áætlað er að mótið standi frá 10.00 til 15.00.

Á mótinu verður keppt í kata og kumite karla og kvenna en bætt við flokki 16-17 ára, junior, í kata og kumite.
Er það gert til að einfalda sóttvarnir til samræmis við gildandi sóttvarnar-reglugerð.

Á “1. GrandPrix móti KAÍ 2021” verður keppt í 12-15 ára flokkum í kata og kumite. Er stefna að því að halda það viku síðar.

Óvíst er hvor áhorfendur fá að vera á mótunum en streymt verður frá þeim á YouTube-rás Karatesambandsins.

About Reinhard Reinhardsson