banner

ÍM og ÍMU í kumite 2021

ÍM og ÍMU í kumite fóru fram 23. október í Fylkisselinu, Norðlingholti. ÍM fullorðinn hófst kl. 10.00 og mótslok voru um kl. 12.30.
Um 20 keppendur voru skráðir til leiks á ÍM fullorðinna frá 5 karatefélögum og -deildum.
Hörku viðureignir voru á mótinu þar sem 2 ár eru frá síðasta Íslandsmeistararmóti í kumite.

Íslandsmeistarar urðu:

Kumite kvenna -61kg : Ronja Halldórsdóttir, KFR
Kumite karla -75kg : Hugi Halldórsson, KFR
Kumite Karla +75kg: Jón Ingi Þorvaldsson, Þórshamar
Kumite karla Opinn flokkur: Ólafur Engilbert Árnason, Fylki.

Ronja, Jón Ingi, Ólafur og Hugi.

Í stigakeppni félaga varð Fylkir hlutskarpast með 11 stig, KFR fékk 9 stig, Þórshamar 5 stig og KFA 1 stig.

Sigurlið Fylkis

Heildarúrslit á ÍM

Mótsstjóri var María Jensen og yfirdómari Helgi Jóhannesson.

Íslandsmeistaramót unglinga 12-17 ára hófst klukkan 13.30 og lauk um kl. 17.00

46 keppendur voru skráðir til leiks frá 8 karatefélögum og -deilum. Það mót féll einnig niður á síðasta ári.
Margir ungir og efnilegir karatekeppendur tóku þátt og mátti sjá frábærar viðureignir á mótinu.

Íslandsmeistara unglinga urðu:

Kumite drengja 12 ár: Eyþór Hjalti Valgeirsson, Fylki
Kumite stúlkna 12 ára: Anna Kristín Guðlaugardóttir, Fylki
Kumite drengja 13 ára: Daði Logason, KFR
Kumite stúlkna 13 ára: Embla Rebekka Halldórsdóttir, KFR
Kumite pilta 14-15 ára -63 kg: Nökkvi Benediktsson, KFR
Kumite pilta 14-15 ára +63 kg: Alexander Rósant Hjartarson, Fylki
Kumite stúlkna 16-17 ára: Ísabella María Ingólfsdóttir, KFR
Kumite Pilta 16-17 ára: Hugi Halldórsson, KFR

Í stigakeppni félaga varð KFR hlutskarpast með 25 stig, Fylkir fékk 18 stig og ÍR 4 stig. Breiðablik og KFA fengu 2 stig og Víkingur og Þórshamar 1 stig hvort lið.

Sigurlið KFR

Mótsstjóri var María Jensen og yfirdómari Helgi Jóhannesson.

Heildarúrslit á ÍMU

About Reinhard Reinhardsson