banner

3. GrandPrix mót Kaí 2021

3. GrandPrix mót KAÍ 2021 verður haldið laugardaginn 13. nóvember í Fylkisselinu, Norðlingaholti.
59 keppendur frá 7 karatefélögum og -deildum taka þátt í mótinu.

Mótið hefst kl. 10 og eru mótslok áætluð um kl. 17. Keppt verður á tveimur völlum í kata fyrir hádegi en á einum velli í kumite eftir kl. 13.

Í ljósi nýjustu sóttvarnareglna verða áhorfendur ekki leyfðir á mótinu en streymt verður frá því á Youtube-rás Karatesambandsins.
Reynt verður að tvískipta keppnissvæðinu og verður keppendum skipt í eldri og yngri til að vera innan fjöldatakmarkana.

Grímuskylda er fyrir alla sem ekki eru að keppa allt mótið.

About Reinhard Reinhardsson