banner

HM í karate 2021

Heimsmeistaramótið í karate fer fram í Dubai, Sameinuðu Arabísku furstadæmunun, dagana 15.-21. nóvember 2021.

Þrír keppendur frá Íslandi taka þátt í mótinu að þessu sinni.

Ólafur Engilbert Árnason í kumite karla -75kg flokki. Iveta Ivanova í kumite kvenna -55kg flokki og Þórður Jökull Henrysson í kata karla.

Ólafur keppir þriðjudaginn 16. nóvember, Iveta miðvikudaginn 17. nóvember og Þórður á fimmtudeginum.

Með í ferðinni eru landsliðþjáfararnir María Helga Guðmundsdóttir í kata og Sadik Sadik í kumite.

Reinharð Reinharðsson, formaður karatesambandsins er fararstjóri í ferðinni en hann situr þing Alþjóða karatesambandsins á mánudag.

Reinharð, María, Iveta, Ólafur, Þórður og Sadik

Ólafur keppti í dag, þriðjudag, og sigraði fyrstu viðureign gegn Piere Aboya frá Kamerún 9-7 á síðustu sekúndum, í næri 6 mínútna bardaga.
Í næstu viðureign tapaði hann fyrir Nurkanat Azhikanov frá Kazakhstan 0-2. Sá datt síðan út tveimur viðureignum síðarog útséð um að Ólafur kæmist í uppreisn um 3ja sæti.

https://www.sportdata.org/wkf/set-online/popup_mitschrift_main.php?popup_action=mitschriftcatxml&catid=45&verid=483

About Reinhard Reinhardsson