5 gull á Evrópumóti smáþjóða í karate
Landslið Íslands í karate tók þátt á áttunda Evrópumóti smáþjóða i karate sem haldið var í Liechtenstein dagana 23. – 25. september. Íslensku keppendurnir náðu í fimm gull, tvö silfur og sex brons á mótinu.
Þórður Jökull Henrysson og Ísold Klara Felixdóttir unnu tvö gull hvort og Una Borg Garðarsdóttir vann einnig gull í sínum flokki. Þórður sigraði fullorðinsflokki og U21 flokki. Ísold vann kumite bæði í -68 kg og -61 kg. Una sigraði í Cadet-flokki í kata.
Auk þeirra unnu Móey María Sigþórsdóttur McClure silfur í U21 árs flokki í kata og Samuel Josh Ramos silfur í fullorðinsflokki í kumite í -67 kg og brons í kumite U21 flokki -67 kg.
Aðrir verðlaunahafar voru þau Eydís Magnea Friðriksdóttir með tvö brons í kata, Adam Ómar Ómarsson brons í kata, Davíð Steinn Einarsson brons í kumite og Daði Logason brons í kumite.
Um 220 keppendur frá átta af níu smáþjóðum Evrópu tóku þátt í mótinu. Næsta Smáþjóðamót verður síðan haldið að ári í Lúxemborg.
Aftari röð: Sadik, Tómas, Daði, Samúel, Samuel, Þórður og Davíð.
Fremri röð: Jakub, Adam, Ísold, Una, Eydís og Móey.
Una, Davíð, Daði og Adam
Móey, Eydís, Ísold, Þórður og Samuel.
Verðlaunapeningar mótsins