banner

Íslandsmeistaramótið í kata

Íslandsmeistaramótið í kata fór fram sunnudaginn 19.mars í Íþróttahúsi HÍ við Háteigsveg.

Keppni hófst kl. 9.30 og keppni í hópkata og síðan úrslit í karla og kvennaflokki milli 12.00 og 13.00.

28 keppendur frá 5 félögum og 6 hópkatalið kepptu á mótinu.

Íslandsmeistari í kata karla varð Þórður Jökull Henrysson, Aftureldingu, sem varði titilinn frá fyrra ári.
Íslandsmeistari í kata kvenna varð Eydís Magnea Friðriksdóttir, Karatefélagi Reykajvíkur en hún var einnig í sigurliði KFR í hópkata kvenna.

Lið Breiðabliks sigraði í hópkata karla og lið Karatefélags Reykjavíkur í hópkata kvenna.

Yfirdómari á mótinu var Pétur Freyr Ragnarsson og mótsstjóri María Jensen.

Heildarúrslit

Kata kvenna: Una, Eydís, Móey. Á myndina vantar Ronju.

Kata Karla: Tómas Pálmar, Þórður, Tómas Aron og Hugi.

Hópkata kvenna. Breiðablik og KFR.

Hópkata karla: KFR, Breiðablik 1, Breiðablik 3 og Breiðablik 4

About Reinhard Reinhardsson