banner

Gull, silfur og þrjú brons á NM 2023

Íslend­ing­ur­inn Kar­en Vu bar sig­ur úr bít­um í ung­linga­flokki í kumite á Norður­landa­mót­inu í kara­te í Gauta­borg á laug­ar­dag­inn var.

Ísland sendi alls 17 kepp­end­ur og tvö lið á mótið. Góður ár­ang­ur náðist, eitt gull, tvö silf­ur og þrjú brons.

Kar­en keppti í flokki ung­linga und­ir 48 kg og sigraði þar Finn­ann Emeliu Lin í úr­slit­um. Bar­dag­inn var afar jafn og endaði með því að þær voru jafn­ar að stig­um en þar sem Kar­en hafði verið fyrst til að ná stigi var sig­ur­inn henn­ar.

Ey­dís Magnea Friðriks­dótt­ir náði einnig góðum ár­angri á mót­inu en hún hreppti bronsið í kata. Ey­dís sigraði lett­neska kepp­and­ann Lönu Nes­ina í brons­leikn­um.

Davíð Steinn Ein­ars­son keppti í 70 kg og und­ir flokki í ca­det. Davíð sigraði Norðmann­inn Joh­an Jack­ob­sen auðveld­lega í fyrstu um­ferð, 4:0. Hann tapaði svo naum­lega fyr­ir sig­ur­veg­ara móts­ins, Lett­an­um Leonids Vorozeik­ins, 1:2 í ann­arri um­ferð.

Davíð sigraði þó Dan­ann Mat­hi­as Udahl í brons­leikn­um og tryggði sér þriðja sætið á mót­inu.

Að auki þá náðu hópka­talið kvenna, Guðbjörg Birta Sig­urðardótt­ir, Móey María Sigþórs­dótt­ir og Kristrún Bára Guðjóns­dótt­ir, silfri á mót­inu. Hópka­talið karla, Samú­el Týr Sigþórs­son, Tóm­as Aron Gísla­son og Tóm­as Pálm­ar Tóm­as­son, fagnaði einnig góðum ár­angri og hafnaði í þriðja sæti.

Verðlaunahafar að loknu móti

Karen Vu með gull

About Reinhard Reinhardsson