WKF Series A Matosinhos, Portugal
WKF Series A var haldið í Matosinhos, Portúgal, dagana 23. – 26. nóvember.
Tveir landsliðsmenn tóku þátt í mótinu. Þeir Samuel Josh Ramos í kumite karla – 67kg flokki og Þórður Jökull Henrysson í kata karla.
Þórður keppti í fyrstu umferð með kata Anan og náði fjórða sæti í sínum riðli og komst því í næstu umferð.
Þar gekk ekki eins vel og komst hann ekki lengra. 128 keppendur tóku þátt í kata flokknum.
Samuel keppti á máoti grikkja í fyrstu umferð og skildu þeir jafnir að stigum, báðir náðu að skora 2 stig en grikkinn var fyrri til og vann því viðureignina.
Með í ferðinni var landsliðsþjálfarinn í kumite, Sadik Sadik.
Samuel, Þórður og Sadik