Íslandsmeistaramótið í kata 2024
íslandsmeistaramótið i kata fullorðinna fór fram sunnudaginn 17. mars í Íþróttahúsinu Austurbergi.
23 keppendur og 8 hópkatalið frá 7 félögum voru skráð til keppni.
Þórður Jökull Henrysson, varð Íslandsmeistari í kata karla 5. árið í röð.
Una Borg Garðarsdóttir varð Íslandsmeistari í kata kvenna eftir að hafa unnið Eydísi Magneu Friðriksdóttur, sigurveigarann frá fyrra ári, í úrslitum.
Hópkatalið Breiðabiks unnu síðan liðakeppnina í báðum flokkum karla og kvenna.
Breiðablik varð einnig stigahæst í lok móts og vann félagsbikarinn.
Mótsstjóri var María Jensen og yfirdómari á mótinu var Pétur Freyr Ragnarsson.