Meistaramót barna í kata 2024
Meistaramót barna í kata 2024 fór fram í Smáranum, sunnudaginn 5. maí og hófst kl. 9.00.
Mótið er fyrir keppendur 11 ára og yngri.
Yfir 165 keppendur voru skráðir til leiks frá 12 karatefélögun og -deildum af landinu.
Einnig eru 36 hópkatalið skráð til keppni.
Yfirdómari á mótinu var Pétur Freyr Ragnarsson, NKF referee og mótsstjóri María Jensen.
Streymt var frá mótinu á YouTube-rás Karatesambandsins.
Sigurveigari í stigakeppni félaga varð Karatefélag Garðabæjar, Karatefélag Reykjavíkur varð í öðru sæti og ÍR í því þriðja.
Meistarar í kata barna urðu:
Kata 7 ára og yngri pilta: Birkir Hrafn Jónsson, Karatefélag Garðabæjar
Kata 7 ára og yngri stúlkna: Iðunn Ylja Freysdóttir, Karatefélag Garðabæjar
Kata 8 ára pilta: Þórólfur Magni Halldórsson, Karatefélag Reykjavíkur
Kata 8 ára stúlkna: Maren Pálsdóttir Miura, Karatefélag Garðabæjar
Kata 9 ára pilta: William Minh Tue Pham, ÍR
Kata 9 ára stílkna: Þórdís Jóna Bogadóttir, Breiðablik
Kata 10 ára pilts: William Hoang Thien Nguyen, Karatefélag Reykjavíkur
Kata 10 ára stólkna: Brynja Von Finnsdóttir, Karatefélag Reykjavíkur
Kata 11 ára pilta: Dariel Anton Davíðsson Orellana, Karatefélag Akraness
Kata 11 ára stúlkna: Karen Pálsdóttir Miura, Karatefélag Garðabæjar
Hópkata 9 ára og yngri: Karatefélag Garðabæjar
Hópkata 10 og 11 ára: Karatefélag Reykjavíkur