Evrópumót ungmenna í karate
52. Evrópumót ungmenna í karate, 14 – 20 ára, fer fram í Bielsko-Biala, Pólandi dagana 6.-9. febrúar.
6 landsliðmenn hafa verið valdir af landsliðsþjálfurunum til að keppa á mótinu fyrir Íslands hönd.
Þau eru:
Hugi Halldórsson, kumite karla U21 -84kg.
Eydís Magnea Friðriksdóttir, kumite kvenna U21 -68kg.
Una Borg Garðarsdóttir, kata kvenna U21.
Gabríel Sigurður Pálmason, kata karla junior.
Embla Halldórsdóttir, kumite kvenna junior -59kg.
Prince James Buenviaje Caamic, kata karla cadet og kumite karla cadet -52kg.
Þeim til aðstoðar verða landsliðsþjálfararnir Magnús Kr. Eyjólfsson í kata og Ruslan Sadikovs í kumite.
Með í ferðinni verða Helgi Jóhannesson, EKF referee sem dæmir á mótinu og Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ.