Úrslit á RIG 2015
Keppni í karate á Reykjavíkurleikunum fór fram í Dalhúsum í Grafarvogi í gær, laugardaginn 17.janúar.
Í kumite karla varði Lonni Boulesnane frá Frakklandi Reykjavíkurleika titil sinn frá því í fyrra þegar hann hafði sigur á Bryan van Waesberghe frá Belgíu eftir harða keppni. Fyrirfram var Belginn talinn sigurstranglegri enda í 30.sæti á heimslistanum og Frakkinn í 48.sæti á sama lista. Í þriðja sæti urðu Íslandsmeistarinn í -84 kg flokki, Jóhannes Gauti Óttarsson úr Fylki og Lionel Aida frá Frakklandi.
Í kumite kvenna urðu úrslit þau að Evrópumeistari unglinga 2013, Viktorija Rezajeva frá Lettlandi, hafði sigur á Íslandsmeistaranum Telmu Rut Frímannsdóttur, Aftureldingu. Rezajeva er sem stendur í 28.sæti á heimslistanum og því feikna sterk karatekona. Í þriðja sæti varð María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamri.
Í kata karla sigraði Elías Snorrason, KFR, Boga Benediktson, Þórshamri. í úrslitum. Í þriðja sæti urðu Sæmundur Ragnarsson, Þórshamri, og Sverrir Magnússon, KFR.
Í kata kvenna sigraði Emma Lucraft frá Englandi en hún varð Evrópumeistari í kata í flokki U21 árið 2013 og er sem stendur í 11.sæti á heimslitanum. Í öðru sæti var Kristín Magnúsdóttir og í því þriðja Katrín Kristinsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir allar úr Breiðabliki.
Seinna um daginn fór svo fram keppni í yngri flokkum þar sem keppt var í flokkum 12-13 ára, 14-15 ára og 16-17 ára, bæði í drengja og stúlkna flokkum. Margar mjög góðar viðureignir sáust bæði í kata og kumite.
Mesta eftirvæntingin var í flokki junior karla í kumite þar sem áttust við m.a. landsliðsmennirnir Ólafur Engilbert Árnason, Máni Karl Guðmundsson og Jonathan Gilmore frá Skotlandi sem hefur unnið til verðlauna á Evrópumeistaramótum og er sem stendur í 48.sæti á heimslista WKF í flokki juniora -68kg. Í undanúrslitum áttust við Jonathan og Ólafur í mjög skemmtilegri og spennandi viðureign, jafnt var fram eftir bardaganum en Jonathan seig svo framúr Ólafi seinni hlutann og var kominn í 3-0 undir lokin. Ólafur átti mjög góða tilraun við Jodan spark en missti jafnvægi og fékk því sparkið ekki metið til stiga og þar með ljóst að Jonathan stóð uppi sem sigurvegari í þeirri viðureign. Í úrslitum mætti Jonathan Mána Karli í spennandi viðureign þar sem þeir skiptust á að skora, Jonathan sigraði Mána Karl og stóð uppi sem sigurvegari í flokknum.
Mótið tóks mjög vel sérstaklega í ljósi þess, að þetta er fyrsta mótið sem haldið er eftir að keppnisreglur WKF breyttust, sem hafa talsverð áhrif á framgang viðureigna.
Yfirdómari var hr. Javier Escalante, ritari dómaranefndar WKF/EKF, mótstjóri var Þrúður Sigurðar.
Hér eru sigurvegarar í hverjum flokki;
Kata karla, Elías Snorrason, KFR
Kata kvenna, Emma Lucraft, England
Kumite karla open, Lonni Boulesnane, Frakkland
Kumite kvenna open, Viktorija Rezajeva, Lettland
Youth kvk kata, Sigríður Hagalín, KFR
Youth kk kata, Viktor Steinn Sighvatsson, Fjölnir
Cadet kvk kata, Arna katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
cadet kk kata, Matthías Bijan Montezeri, leiknir
Junior kvk kata, Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
Junior kk kata, Bogi Benediktsson, Þórshamar
Youth kvk kumite -50kg, Iveta Ivanova, Fylkir
Youth kvk kumite +50kg, Helga Björg Óladóttir, Þórshamar
Youth kk kumite -55kg, Tómas Gauti Óttarsson, Fylkir
Youth kk kumite +55kg, Viktor Steinn Sighvatsson, Fjölnir
Cadet kvk kumite -54kg, Hekla halldórsdóttir, Fylkir
Cadet kvk kumite +54kg, Lilja Vigdís Davíðsdóttir, Fylkir
cadet kk kumite -70kg, Jakob Hermannsson, Fjölnir
Cadet kk kumite +70 kg, Nói Tumas Ólafsson, Haukar
Junior kvk kumite, Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylkir
Junior kk kumite -76kg, Jonathan Gilmore, Skotland
Junior kk kumite +76kg, Aron Breki Heiðarsson, Breiðablik
Hér má sjá myndir af öllum sigurvegurum í yngri flokkum.
Í meðfylgjandi skjali má svo sjá heildarúrslit í öllum flokkum.