banner

Telma Rut fer á Evrópuleikana í Baku

2015_European_Games.svgKaratesambandið fékk þær frábæru fréttir í gær, að Telma Rut Frímannsdóttir hafi fengið boð um að keppa á fyrstu Evrópuleikunum í Baku, 13-14.júní næstkomandi. Telma Rut er boðið að keppa í kumite kvenna -68kg og hefur Karatesambandið þegið boðið fyrir hennar hönd. Á þessum fyrstu Evrópuleikum verða 20 íþróttir með 31 keppnisgrein í heild sinni, 25 Ólympískar greinar og 6 ekki Ólympískar greinar.  Í karate verður keppt í einstaklingsflokkum í kata og kumite senior, þar sem einungis 8 einstaklingar fá boð um að keppa í hverjum flokki fyrir sig, 6 efstu á síðasta Evrópumeistaramóti, 1 aðili frá heimalandinu og 1 sæti sem var dreift til þeirra þjóða sem ekki áttu keppanda í efstu 6 sætunum. Þetta er því mikill heiður fyrir Karatesambandið, Telmu Rut og allt íslenskt karatefólk, að Telma Rut fái tækifæri til að keppa á þessum fyrstu Evrópuleikum.  Með Telmu í för verður Gunnlaugur Sigurðsson landsliðsþjálfari.

About Helgi Jóhannesson