Evrópumeistaramótið 2018
Evrópumeistaramótið í karate 2018 fer fram dagana 9. – 13. maí í Novi Sad í Serbíu. Þetta er fjölmennasta Evrópumótið til þessa með yfir 600 keppendur frá 52 Evrópulöndum og með tæplega 100 lið skráð til leiks. Ísland á einn keppanda á mótinu, Aron Anh, sem keppir í kata karla, sem er fyrsta keppnisgreinin á mótinu.
Með í ferðinni eru Helgi Jóhannesson, EKF referee, sem dæmir á mótinu og Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ, sem sótti þing Evrópska karatesambandsins.
Aron Anh sat hjá í fyrstu umferð en mætti sigurveigaranum úr fyrstu viðureign, Rúmenanum ADRIAN RAZVAN GUTA og tapaði fyrir honum 5-0. Rúmeninn mæti síðan Þjóðverjanum ILJA SMORGUNER og tapaði fyrir honum 1-4 og þar með var útséð með uppreisn fyrir Aron Anh.