Tveir nýir SSEKF dómarar
Um helgina 13.-15. september hélt Karatesamband Íslands Smáþjóðamót í karate í Laugardalshöllinni. Á sama tíma fór fram dómaranámskeið hjá Smáþjóðasambandinu og fóru tveir íslendingar í dómarapróf á meðan á mótinu stóð.
Kristján Ó. Davíðsson og Pétur Freyr Ragnarsson stóðust báðir dómaraprófinu með sóma og því báðir með réttindin: SSEKF referee.
Óskum við þeim til hamingju með áfangann.