Starfsáætlun KAÍ í vetur
Stjórn, nefndir og landsliðsþjálfarar komu saman á fundi laugardaginnn 29. ágúst og fóru yfir vetrarstarfið framundan.
Ákveðið var að halda Íslandsmeistaramót ársins í vetur. Einnig var ákveðið að fella niður eitt Bikarmót og eitt GrandPrix mót.
Því verða mót vetrarins 7 í stað 9 sem voru áætluð.
Til að einfalda sóttvarnir á mótum yngri keppenda var ákveðið að færa 16-17 ára flokkana af unglingamótunum yfir á fullorðinsmótin.
Þannig munu 16-17 ára unglingar keppi í sér flokki á ÍM í kata en geta líka tekið þátt í fullorðinsflokki eins og áður. Keppt verður í hópkata 16-17 ára og geta 12-15 ára verið með í liðinu eins og verið hefur á unglingameistaramótinu.
16-17 ára flokkar á GrandPrix-mótinu færast einnig yfir á Bikarmótið. Þar bætist við sérstakur 16-17 ára flokkur en sem fyrr geta þau einnig keppt í fullorðinsflokkunum.
Stefnt er að því að halda fyrst mótið, ÍM í kata fullorðinna, sunnudaginn 4. október í Fylkishöllinni, við hliðina á Árbæjarlaug.
KAÍ þarf stærri hús undir mótin í vetur til að hafa nóg pláss fyrir alla keppendur og starfsmenn vegna sóttvarna.
Á mótsstað verður félögunum úthlutað svæði til upphitunar og eiga keppendur að hita upp með sínum liðsfélögum og verða að hafa sinn eigin búnað með sér. Til að koma í veg fyrir smit má ekki skiptast á hönskum, hlífum eða öðrum búnaði. Gæta verður að 2 metra reglunni milli allra sem eru 16 ára og eldri.
Leiðbeiningar vegna smitvarna verða sendar út þegar nær dregur mótunum enda breytast reglur sóttvarnayfirvalda á 2 vikna fresti.
Mótaáætlun fyrir október og nóvember er komin inn á vefsvæði KAÍ og búið er að uppfæra skráningarvefinn á Sportdata.org.
16-17 ár flokkar hafa verið fluttir yfir á fullorðinsmótin.
Norðmenn hafa frestað Norðurlandamótin sem halda átti í Stavanger 28. nóvember næstkomandi, vegna Covid-19. Líklegt er að næsta NM verði í nóvember 2021.
Engar landsliðferðir eru fyrirhugaðar það sem eftir er af árinu og óvíst hvenær hægt verður að taka þátt í erlendum mótum á ný.
Landsliðþjálfar munu skipuleggja æfingar í vetur og hvetja alla sem hafa verið að taka þátt í þeim að halda því áfram.
Nú gefst góður tími til að bæta sig og koma sterkari til leiks þegar hægt verður að keppa erlendis á ný.
Stjórn KAÍ.