banner

Nýir Íslandsmeistarar á ÍM í kata

Íslandsmeistaramótið í kata fullorðinna 2020 fór fram sunnudaginn 4. október í Fylkishöllinni.
Mótið átti að fara fram í mars síðastliðnum en var frestað vegna samkomubanns stjórnvalda.

Um 20 keppendur voru skráðir til leiks auk 7 hópkata liða frá 5 karatefélögum.

Nýir Íslandsmeistarar voru krýndir bæði í kvenna og karlaflokkum.
Í kata kvenna varð landsliðskonan Freyja Stígsdóttir, Þórshamri, hlutskörpust en hún sigraði Maríu Helgu Guðmundsdóttir, einnig frá Þórshamri, sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari í kata.

Í kata karla sigraði Þórður Jökull Henrysson, Aftureldingu, Tómas Pálmar Tómasson, Breiðabliki. Þeir eru báðir ungir og efnilegir landsliðsmenn í kata.

Má segja að kynslóðaskipti hafi átt sér stað því eldri keppendur máttu láta í lægra haldi fyrir þeim yngri.

Karatefélagið Þórshamar varð síðan félagsmeistari mótsins með flest stig.

Vegna sóttvarnaráðstafanna var einnig keppt í flokkum 16-17 ára ungmenna á mótinu sem annars ættu að fara fram á Unglingameistarmótinu í kata eftir 3 vikur.

Yfirdómari á mótinu var Pétur Freyr Ragnarsson og mótsstjóri María Jensen.

Heildarúrslit

Þórður Jökull og Freyja

María Helga, Freyja, Oddný og Ronja

Tómas Pálmar, Þórður Jökull, Elías og Tómas Aron

About Reinhard Reinhardsson