banner

Norðurlandameistaramót í karate í Stavanger, Noregi

Landslið Íslands í karate er mætt til leiks á Norðurlandameistaramótið, sem fer fram í Stavanger í Noregi laugardaginn 27. nóvember. Norðurlandamótið fer nú loksins fram eftir töluverða bið, en móti ársins 2020 var frestað um ár vegna heimsfaraldurs.

Samhliða sterkustu fullorðnu keppendum landsins teflir Ísland fram ungu og efnilegu liði. Margir yngri keppendanna hafa beðið þess lengi að fá að etja kappi á alþjóðlegum vettvangi, enda lítið verið um erlend mót undanfarin misseri. Nú standa vonir til þess að mótahald komist í eðlilegra horf og þessi nýja kynslóð karatefólks fái að hefja alþjóðlegan keppnisferil af krafti.

Íslenska liðið skipa alls átján manns. Keppendur í einstaklingsgreinum eru:

Alexander Rósant Harðarson, kumite 14-15 ára pilta -70 kg

Björn Breki Halldórsson, kata 14–15 ára pilta

Davíð Steinn Einarsson, kumite 14–15 ára pilta -57 kg

Elías Snorrason, kumite karla –84 kg

Eydís Magnea Friðriksdóttir, kata 16–17 ára stúlkna

Hugi Halldórsson, kumite 16–17 ára pilta –76 kg

Ísabella María Ingólfsdóttir, kumite 14–15 ára stúlkna +54 kg

Nökkvi Benediktsson, kata 14–15 ára pilta og kumite 14–15 ára pilta –63 kg

Nökkvi Snær Kristjánsson, kumite pilta 16–17 ára +76 kg

Ólafur Engilbert Árnason, kumite karla -75 kg

Ronja Halldórsdóttir, kata 16–17 ára stúlkna og kumite 16–17 ára stúlkna -59 kg

Tómas Pálmar Tómasson, kata 16–17 ára pilta

Samuel Josh Ramos, kumite karla –67 kg

Þórður Jökull Henrysson, kata karla

Í liðakeppni teflir Ísland fram hópkataliðum í karla- og kvennaflokki:

Karlaliðið skipa Hugi Halldórsson, Björn Breki Halldórsson og Nökkvi Benediktsson.

Kvennaliðið skipa Freyja Stígsdóttir, Móey María Sigþórsdóttir McClure og Kristrún Bára Guðjónsdóttir.

Starfslið Karatesambandsins á mótinu skipa:

Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ

Sadik Sadik, landsliðsþjálfari í kumite

María Helga Guðmundsdóttir, landsliðsþjálfari í kata

Elías Guðni Guðnason, aðstoðarþjálfari

Ólafur Helgi Hreinsson, aðstoðarþjálfari

Jan Thorstensson, aðstoðarþjálfari

Helgi Jóhannesson, dómari

María Jensen Baldursdóttir, fararstjóri.

Aftari röð f/v: Nökkvi Snær, Tómas, Ólafur Engilbert, Björn, Nökkvi, Davíð, Ísabella, Elías, Alexander, Ronja, Ólafur Helgi

Fremri röð f/v: Sadik, Elías Guðni, Kristrún, Móey, Freyja, Eydís, María, Jan

About Reinhard Reinhardsson