banner

Kristján stóð best á 1. degi HM

Fyrsta degi á Heimsmeistaramóti unglinga í karate lauk í gær í Guadalajara Spáni. Fjórir íslenskir keppendur kepptu í gær, þau Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Elías Snorrason, Jóhannes Gauti Óttarsson og Kristján Helgi Carrasco.  Íslensku keppendurnir hafa átt betri dag en flest af þeim duttu út eftir fyrstu umferð fyrir utan Kristján Helga. Í morgun var byrjað að keppa í kata U21árs þar sem báðir okkar keppendur fengu mjög sterka andstæðinga í fyrstu umferð.  Aðalheiður keppti við V.Miskova frá Tékklandi sem vann 5-0, Miskova fór alla leið í undanúrslit þar sem hún beið lægri hlut fyrir Shimizu frá Japan, Miskova keppir því um 3ja sætið í þessum flokki. Elías keppti við E.Montarello frá Frakklandi sem sömuleiðis vann 5-0, Montarello gerði sér lítið fyrir og fór alla leið til úrslita þar sem hann endaði í 2.sæti og þar með ljóst að Elías fengi uppreisnarviðureign. Í henni lenti hann á móti M.Slavik frá Tékklandi og tapaði henni, þar með var Elías úr leik. Um 60 keppendur voru í hvorum flokki fyrir sig í kata.
Jóhannes Gauti keppti í kumite U21, -78kg flokk, þar sem hann tapaði naumlega 1-0 fyrir S.S.Ferreira frá Makedóníu.  Feirreira datt svo út í næstu umferð á eftir og því ljóst að Jóhannes fengi ekki uppreisnarviðureign. 61 Keppandi var skráður í þennan flokk.
Af keppendum í dag, þá stóð Kristján Helgi sig best eftir að hann vann fyrstu viðureign sína nokkuð örugglega 10-1 þegar hann mætti A.Shalwan frá Katar.  Í annarri umferð fékk hann mjög sterkan keppanda frá Spáni, S.D.Fandos, sem eftir harða viðureign stóð uppi sem sigurvegari 4-1, en þar sem Fandos datt út í 8manna úrslitum þá fékk Kristján ekki uppreisnarviðureign, 62 keppendur voru skráðir í flokkinn hjá Kristjáni.
HM_unglinga_Kristjan

About Helgi Jóhannesson