Kristján Helgi þrefaldur íslandsmeistari annað árið í röð
Í dag fór íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite fram í Fylkisselinu, húsnæði Karatedeildar Fylkis. Keppendur frá 7 félögum voru skráðir til leiks og var þátttakan góð. Fjöldi mjög skemmtilegra viðeigna áttu sér stað en maður mótsins var án efa Kristján Helgi Carrasco, úr Víking, sem varð þrefaldur Íslandsmeistari annað árið í röð. Kristján helgi vann -75kg flokkinn, opna flokk karla og var í sveita Víkings sem sigraði sveitakeppni karla, enda fór Kristján Helgi ósigraður frá öllum sínum viðureignum. Þetta er annað árið í röð sem Kristján verður þrefaldur íslandsmeistari og sannar það stöðu hans meðal íslenskra karatemanna. Telma Rut Frímannsdóttir varð svo tvöfaldur íslandsmeistari þegar hún vann bæði opna flokk kvenna fjórða árið í röð og +61kg flokkinn. Í kumite kvenna +61kg flokki varð Isabella Montazeri íslandsmeistari en í -67kg flokki karla vann Sindri Pétursson, Víking, Heiðar Benediktsson, Breiðablik, í mjög snarpri og fjörugri viðureign. Pétur Rafn Bryde vann +84kg flokkinn þriðja árið í röð þegar hann mætti margföldum íslandsmeistara fyrri ára, Jóni Inga Þorvaldssyni, Þórshamri, sem ákvað að keppa aftur eftir 8 ár, var viðureign þeirra bráðskemmtileg þar sem þeir félagar skiptust á að skora en þegar uppi var staðið sigraði Pétur 5-3. í +84kg flokki sigraði Björn Diego Valencia, þriðja árið í röð en hann ásamt Kristjáni Helga og Pétri Rafn skipuðu vinningssveit Víkings sem vann sveitakeppni karla. Þegar stigin voru svo lögð saman eftir daginn þá stóð Víkingur uppi sem Íslandsmeistari félaga í kumite fullorðinna, þriðja árið í röð, með 29 stig. Yfirdómari mótsins var Helgi Jóhannesson og mótsstjóri Agnar B. Helgason.
Helstu úrslit
Kumite kvenna, -61 kg.
1. Isabella Montazeri
2. Ingibjörg Halldórsdóttir
3. María Helga Guðmundsdóttir Þórshamar
Kumite kvenna, +61 kg
1. Telma Rut Frímannsdóttir
2. Aðalheiður Rósa Harðardóttir Breiðablik
3. Helena Montazeri Vikingur
Kumite kvenna, opinn flokkur
1. Telma Rut Frímannsdóttir Afturelding
2. Helena Montazeri Víkingur
3. Ingibjörg Halldórsdóttir KFR
Kumite karla, -67 kg
1. Sindri Péturson Víkingur
2. Heiðar Benediktsson Breiðablik
3. Elías Guðni Guðnason Fylkir
3. Ólafur E Árnason Fylkir
Kumite karla, -75 kg
1. Kristján H Carrasco Víkingur
2. Davíð Freyr Guðjónsson Breiðablik
3. Sverrir Ólafur Torfason Víkingur
Kumite karla, -84 kg
1. Pétur Rafn Bryde Víkingur
2. Jón Ingi Þorvaldsson Þórshamar
3. Jóhannes Gauti ‘Ottarsson Fylkir
3. Kristján Ó Davíðsson Haukar
Kumite karla, +84 kg
1. Diego Björn Valencia Víkingur
2. Bergþór Vikar Geirsson Fylkir
3. Hákon I Haraldsson Haukar
Kumite karla, opinn flokkur
1. Kristján Helgi Carasco Víkingur
2. Jóhannes Gauti Óttarsson Fylkir
3. Kristján Ó Davíðsson Haukar
3. Diego Björn Valencia Víkingur
Liðakeppni karla
1. Víkingur Kristján, Pétur, Diego
2. Fylkir Eggert, Jóhannes, Elías, Bergþór
3. Haukar Kristján, Hákon, Helgi
Heildarstig
Víkingur 29
Fylkir 11
Breiðablik 6
UMFA 6
Haukar 5
KFR 3
Þórshamar 3
Á meðfylgjandi myndum má sjá íslandsmeistara dagsins, frá vinstri Pétur Rafn, Diego Björn, Kristján Helgi, Sindri, Telma Rut og Isabella.