Reykjavík International Games 2024 – Karate
Karatehluti Reykjavíkurleikanna fór fram laugardaginn 27. janúar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
Mótið stóð frá 9.30 til 17.00 og var keppt í kata fyrr part dags og kumite eftir hádegi.
Um 100 keppendur frá 14 féögum tóku þátt í mótinu og voru erlendir keppendur frá Svíþjóð, Englandi og Spáni.
Þá voru þrír erlendir dómarar sem aðstoðuðu við dómgæsluna á mótinu.
Mótsstjóri var María Jensen og Yfirdómari Kristján Ó. Davíðsson.
Sigurveigarar í fullorðinsflokkum urðu:
Kata karla: Þórður Jökull Henrysson, Aftureldingu
Kata kvenna: Nuria Escudero Solis, Spáni
Kumite karla opinn flokkur: Samuel Josh Ramos, Fylki
Kumite kvenna opin flokkur: Eydís Magnea Friðriksdóttir, KFR