banner

37. Karateþing 18. febrúar 2024

37. Karateþing verður haldið sunnudaginn 18. febrúar 2024 í Íþróttamiðstöðinni Laugardal í fundasölum B og C kl. 10.00 – 15.00.

Hvert héraðssamband og íþróttabandalag, þar sem stundað er karate, á rétt á einum fulltrúa. Fjöldi fulltrúa hvers félags er tilgreint á kjörbréfi.

Þá skal stjórn KAÍ tilkynna sambandsaðilum dagskrá þingsins ásamt tillögum og lagabreytingum sem borist hafa í síðasta lagi 14 dögum fyrir þingið, sem síðara fundarboð.

Kjörgengi til stjórnar og varastjórnar KAÍ hafa þau sem eru í félagi sem hefur karateiðkun á stefnuskrá sinni innan sambandsins og hafa náð 18 ára aldri. Framboðsfrestur til stjórnar og varastjórnar KAÍ rennur út tveimur vikum fyrir ársþing, náist ekki framboð til allra stjórnarsæta með 2 vikna fyrirvara má taka við framboðum á ársþingi til þess sætis eða þeirra sæta sem í vantar.

Hægt er að tilkynna framboð á kai@kai.is.

Þingstörf samkvæmt lögum sambandsins. http://kai.is/log-kai/

Kjörbréf Karateþing 2024

About Reinhard Reinhardsson