banner

Íslandsmeistaramót barna í kata

Íslandsmeistarar í kata barna 2013

Sunnudaginn 17. febrúar fór fram í íþróttahúsi Fjölnis að Dalhúsum Íslandsmeistaramót barna í kata. Mótið fór í alla staði vel fram og voru ungu karatekapparnir til fyrirmyndar og sýndu að þarna voru á ferðinni framtíðar meistarar. Alls voru um 150 þáttakendur í einstaklingsflokkum og í liðakeppni voru 37 lið frá 9 félögum mætt til keppni. Bestum árangri náðu Sylvía Lyn Trahan KAK og Alexander K. Benediktsson Víkingi en þau náðu þeim árangri að verða tvöfaldir Íslandsmeistarar, unnu þau einstaklingskata og hópkata í sínum flokki.

Íslandsmeistari félaga var lið Víkings með 22 stig og varði titilinn frá því 2012 lið Karatefélags Akraness kom næst með 12 stig í í þriðja sæti var lið Fjölins með 6 stig.

Agnar B Helgason og Arnar Þ. Björgvinsson voru mótsstjórar og yfirdómari var Helgi Jóhannesson.

Úrslit Íslandsmót barna í Kata 2013

Post Tagged with , ,

About Reinhard Reinhardsson