Landsliðið fyrir Norðurlandamót
Laugardaginn 12. apríl næstkomandi fer fram Norðurlandameistaramótið í karate sem haldið er í Riga, Lettlandi. Ísland sendir sterkt lið til keppni og eru 20 keppendur með í för auk þess sem Ísland sendir lið í karla- og kvennaflokki í kumite og hópkatalið kvenna og karla. Norðurlandamótið er mjög sterkt í ár, yfir 230 keppendur skráðir frá öllum norðurlöndunum auk Eistlands og Lettlands, sem er boðið að taka þátt í mótinu. Í gegnum tíðina hefur Ísland verið að ná ágætis árangri og í fyrra vann landsliðið 3 silfurverðlaun og 8 bronsverðlaun, bæði í einstaklingsflokkum og í liðakeppni. Landsliðið hefur verið í stífum æfingarbúðum að undanförnu undir leiðsögn landsliðsþjálfarana þeirra Gunnlaugs Sigurðssonar og Magnúsar Kr. Eyjólfssonar. Auk þeirra fara með hópnum 4 dómarar og 2 liðsstjórar.
Landslið Íslands í karate er;
Davíð Freyr Guðjónsson, Breiðablik, kata senior
Heiðar Benediktsson, Breiðablik, kata senior
Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik, kata senior
Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik, kata senior
Bogi Benediktsson, Þórshamar, kata junior
Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik, kata junior
Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik, kata Cadet
Laufey Lind Sigþórsdóttir, Breiðablik, kata Cadet
Elías Guðni Guðnason, Fylkir, kumite senior -75kg
Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Haukar, kumite senior -75kg
Ingibjörg Halldórsdóttir, KFR, kumite senior -61kg
Kristján Helgi Carrasco, Víkingur, kumite senior -67kg
Sindri Pétursson, Víkingur, kumite senior -67kg
Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding, kumite senior -68kg
Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir, kumite junior -68kg
Sverrir Ólafur Torfason, Víkingur, kumite junior -76kg
Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir, kumite cadet -54kg
Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylkir, kumite cadet +54kg
Lilja Vigdís Davíðsdóttir, Fylkir, kumite cadet +54kg
Á meðfylgjandi mynd má sjá landsliðshópinn með þjálfurum.
Á myndinni eru, aftari röð frá vinstri; Gunnlaugur Sigurðsson landsliðsþjálfari, Ólafur Engilbert Árnason, Lilja Vigdís Davíðsdóttir, Sverrir Ólafur Torfason, Edda Kristín Óttarsdóttir, Kristján Helgi Carrasco, Katrín Ingunn Björnsdóttir, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Telma Rut Frímannsdóttir, Elías Guðni Guðnason, Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, Sindri Pétursson, Laufey Lind Sigþórsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir og Magnús Kr. Eyjólfsson landsliðsþjálfari. Fremri röð frá vinstri; Katrín Kristinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Heiðar Benediktsson, Davíð Freyr Guðjónsson og Bogi Benediktsson.