banner

Þrír keppendur á EM í karate

Dagana 1-4.maí. fer fram Evrópumeistaramótið í Karate og er mótið haldið í Tampere, Finnlandi. Ísland sendir þrjá keppendur á mótið að þessu sinni og héldu þau af stað í dag, miðvikudaginn 29.apríl.  Kristján Helgi Carrasco mun keppa í -67kg flokki í kumite, Svana Katla Þorsteinsdóttir keppir í kata og Telma Rut Frímannsdóttir sem keppir í -68kg flokki í kumite.  Öll munu þau keppa á fimmtudeginum 1.maí þegar riðlakeppni hefst í einstökum flokkum, á föstudaginn verður svo liðakeppni en úrslit í einstaklingsflokkum verða svo á laugardeginum 3.maí. Er þetta í annað sinn sem Kristján Helgi og Telma Rut keppa á EM en í fyrsta sinn sem Svana keppir á þessu móti. Með keppendum er Landsliðsþjálfarinn Magnús Kr. Eyjólfsson og Helgi Jóhannesson sem mun dæma á mótinu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá keppendurnar, frá vinstri Svana Katla, Kristján Helgi og Telma Rut.

KAI_EM_2014_Svana_Kristjan_Telma

About Helgi Jóhannesson