banner

Nýir dómarar í kumite

Karatesamband_Islands_logo_webKaratesambandið stóð fyrir dómaranámskeiði í Kumite, föstudaginn 17. október í Smáranum, Kópavogi og sá Helgi Jóhannesson, EKF Referee, um námskeiðið. Ágætis mæting var á námskeiðið og í framhaldi af námskeiðinu var haldið skriflegt próf og fóru 6 einstaklingar í það. Á sunnudeginum 19. október fór svo fram verklegi hluti prófsins fram þegar Íslandsmeistaramót unglinga stóð yfir, 4 einstaklingar fóru í verklegt prófið og stóðust þeir allir prófið með sóma.

Þeir sem fengu ný réttindi eru;
Guðni Már Egilsson, Fylkir, Referee-B
Halldór Pálsson, Þórshamar, Judge-A
Brynjar M. Ólafsson, Þórshamar, Judge-B
Elías Snorrason, Judge-B

Við óskum þeim til hamingju með ný réttindi.

About Helgi Jóhannesson