banner

NM í karate 11.apríl

Plakat_NM_2015
Norðurlandameistaramótið í karate mun fara fram í Laugardalshöll, laugardaginn 11.apríl næstkomandi. Mótið hefst kl.10 um morguninn, en keppt verður í 29 einstaklingsflokkum, sveitakeppni í kumite karla og kvenna, auk hópkata karla og kvenna.  Þátttökuþjóðir eru 7, Danmörk, Eistland, Finnland, Ísland, Lettland, Noregur og Svíþjóð, keppendur eru 190 talsins og er Ísland með um 34 keppendur á mótinu í flest öllum keppnisflokkum.
Á meðal keppenda eru margir mjög sterkir einstaklingar sem hafa unnið til verðlauna á Heims- og/eða Evrópumeistaramótum, þar á meðal tveir núverandi Evrópumeistarar.
Jonas Friss-Pedersen, Danmörk, Evrópumeistari í kumite junior -68kg
Madeleine Lindstöm, Svíþjóð, Evrópumeistari í kumite cadet +54kg
Casper Lidegaard, Danmörk, Silfur á HM 2014 í kumite -60kg
Gitte Brunstad, Noregur, Silfur á HM 2014 í kumite -68kg
Katrine Lionett Pederen, Silfur á EMU21 2015 í kumite -68kg
Li Lirisman, Eistland, Brons á EMU18 2015 í kumite -53kg
Helena Kuusisto, Brons á EM 2015, kumite +68kg
Þar sem keppnisflokkarnir eru þetta margir, verða flest öll úrslit kláruð jafnt og þétt yfir daginn en 8 stærstu flokkarnir verða samt kláraðir í sérstökum úrslitum, svo kallað “Super Finals” sem hefjast kl. 16:00, strax á eftir setningu mótsins.
Dagskrá:
Kl.10:00  Keppni hefst á 3 völlum samtímis.
Kl.16:00 SUPER FINALS, á einum velli
Championships Opening
Kata female senior
Kata male senior
Kumite female senior -68kg
Kumite male senior -84kg
Kata team female
Kata team male
Kumite team female
Kumite team male
Medal Presentation
Við hvetjum alla til að koma og styðja okkar fólk.

About Helgi Jóhannesson